Í tilefni Fjölmenningardags Reykjavíkurborgar var haldin Fjölmenningarganga sem við tókum þátt í. Við tókum líka að okkur að kynna pólska menningu í Ráðhúsinu sama dag ásamt öðrum þjóðernum og félögum sem nýttu tækifærið til þess að sýna og kynna það besta úr starfi sínu. Auk þess að bjóða upp á pólskt matarkyns góðgæti var hægt að sjá hjá okkur (slavneska) miðaldarbúninga og handverk, ljósmyndir úr safni pólska ljósmyndafélagsins "Pozytywni" sem starfandi er á Íslandi og loks nýja fatalínu eftir pólskan fatahönnuð.