Atburðurinn hefur nú verið skipulagður fimm sinnum af Projekt:Polska í Póllandi og hefur tilgangurinn hverju sinni verið að vekja athygli á Alþjóðlega Mannréttindadeginum (10. desember.

Okkur fannst að tími væri til kominn að lýsa upp Reykvíska himininn á þennan hátt. Því fór svo að árið 2012 var kveikt á sama tíma á luktum í 12 pólskum borgum, m.a. Varsjá, Kraká, Gdansk og Lodz, auk Reykjavíkur. Sú fyrsta var hins vegar kveikt af borgarstjóranum okkar, Jóni Gnarr, sem sjálfur er ötull stuðningsmaður mannréttinda.