Atburðurinn var skipulagður í Kringlunni af Mannréttindaskrifstofu Íslands í mars á þessu ári og var tengdur Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti (sjá nánar um atburði vikunnar hér http://www.humanrights.is/a-dofinni/nr/3311).
Markmiðið var að fá gesti og gangandi til að forvitnast um pólska menningu og líf Pólverja á Íslandi frá mismunandi sjónarhornum.